


Pronto heildsala
Innflutningur og dreifing á gæðavörum sem styðja við þinn rekstur
Um Pronto
Innflutningur
Í samstarfi við sérvalda framleiðendur flytjum við inn vín og aðrar tengdar vörur til heildsölu.
Innflutningur
Í vínum er aðaláherslan okkar hinn dásamlegi heimur spænskrar víngerðar. Þó flytjum einnig inn vín frá Nenni Toscana á Ítalíu sem og hið frábæra Gin In a Tin frá Bretlandi.
Dreifing og þjónusta
Við leggjum áherslu á virka og persónulega þjónustu við fyrirtæki um land allt
Dreifing og þjónusta
Vörurnar okkar er að finna á mörgum frábærum veitingastöðum víðsvegar um landið. Þeim veitum við persónulega og virka þjónustu sem styður við þeirra rekstur og rekstrarumhverfi. Einnig erum við með gott úrval í Vínbúðunum.
Upplifun
Með gæðavörum og góðu fólki bjóðum við upp á frábæra upplifun með vott af þessu extra
Upplifun
Til viðbótar við okkar góða vöruúrval og þjónustu þá bjóðum við einnig upp á ýmsa viðburði er tengjast vín- og matarupplifunum. Þar njótum við þess að hitta skemmtilegt og lifandi fólk sem vill upplifa hinn dásamlega heim víns og matar.
Framleiðendurnir

José Pariente átti sér þann draum á sjöunda áratugnum, sem fjölskylda hans hefur haldið lifandi síðan með skuldbinginu og nýsköpun, að framleiða hágæða vín í Rueda DO sem endurspegla eiginleika og gæði Verdejo þrúgunnar. Sérhæfingin og eljan kemur vel fram í gæðum, ferskleika og fjölbreytileika vína Bodegas José Pariente.


Nenni Toscana er vel kunnugt íslenskum vínáhugamönnum sem hafa lagt ferð sína til Ítalíu og heimsótt Pierpauolo og konu hans Söru Nenni í Toscana. Þessi hágæða og lífrænt ræktuðu vín eru margverðlaunuð og framleidd í takmörkuðu magni undir ströngu eftirliti þeirra hjóna.


Prieto Pariente víngerðin varð til út frá sýn Martinu og bróður hennar Ignacio Prieto Pariente, barnabörnum José Pariente - sýnin var að setja upp víngerð með persónulegum stíl. Markmiðið er að búa til einstök vín sem veita sérkenni, ferskleika og margbreytileika.


Carmelo Rodero tilheyrir ævafornum hefðum vínframleiðenda í Ribera bænum Pedrosa de Duero. Persónuleiki Carmelo Rodero vínanna einkennist af góðri samsetningu tveggja þátta: einstökum, óviðjafnanlegum eiginleikum víngarðanna, parað við nýstárlegustu framleiðslutækni fagsins. Allt er þetta svo knúið áfram af styrk og eldmóði víngerðarmannsins og fjölskyldu hans.


Aldargömul þekking og reynsla sem borist hefur frá einni kynslóð til annarrar innan sex fjölskyldna sem sameina Burgo Viejo hefur leitt til þess að víngerðin er orðin ein af bestu víngerðum Spánar, viðurkennd af nokkrum af virtustu alþjóðlegu vínkeppnum, svo sem Decanter, International Wine Challenge og Mundus Vini. Víngerðin býður upp á mikið úrval hágæðavína sem sameina hefðir La Rioja.


Með áralanga reynslu og aðdáunarverða ástríðu fyrir einiberjum (juniper) og gini, hóf Martin leit sína að hinu fullkomna gini. Í samstarfi við listrænu dóttur sína, Charlotte, þróaðist verkefnið vel áfram og Gin In A Tin varð til.


Fjölskyldufyritækið PERE VENTURA FAMILY WINE ESTATES framleiðir og markaðssetur sín eigin vín og cava (freyðivín), sem þekkt eru út um allan heim. Markmið fyrirtækisins er að vera trú meginreglum, söluskuldbindingum sínum og uppfylla allar skyldur sínar og viðskiptaáskoranir sem tuttugustu og fyrsta öldin hefur í för með sér.
